Afhending Fálkaorðu 1. janúar 2026

Þrír fræðimenn hlutu fálkaorðuna á nýársdag, þar á meðal Guðrún Larsen.

 

Þrír fræðimenn sem tengjast Háskóla Íslands, þau Guðrún Larsen jarðfræðingur, Kristján Kristjánsson heimspekingur og Pálmi V. Jónsson læknir, voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til vísinda, rannsókna og nýsköpunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Þau voru í hópi fjórtán einstaklinga sem forseti Íslands veitti fálkaorðu að þessu sinni.

Guðrún Larsen, og vísindamaður emerita við Jarðvísindastofnun Háskólans, hlýtur fálkaorðu fyrir framlag til jarðvísinda og almannavarna.

Hún lauk BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1975 og fjórða árs prófi frá Háskóla Íslands 1978 þar sem aðalgrein var gjóskulagafræði. Guðrún stundaði doktorsnám við Edinborgarháskóla á árunum 1998-2002 með fram starfi sínu við Háskóla Íslands.

Guðrún hefur starfað Jarðvísindastofnun Háskólans frá stofnun hennar 2004 en áður starfaði hún við Jarðfræðastofu Háskólans. Helstu rannsóknarverkefni Guðrúnar hafa verið gjóskutímatal sem tímasetningaraðferð og tæki í eldfjallarannsóknum. Hún hefur enn fremur rekið gossögu eldstöðvakerfa á ystra gosbeltinu svokallaða og sögu eldstöðva undir Vatnajökli. Þá hefur Guðrún unnið hættumat, einkum vegna jökulhlaupa og gjóskufalls, og eftir hana liggur á annað hundrað greina og bókakafla auk þess sem hún var einn aðalhöfunda hins mikla rits Náttúruvá á Íslandi - Eldgosa og jarðskjálfta sem Viðlagatrygging Íslands og Háskóli Íslands gáfu út árið út 2013. Guðrún hlaut viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 2016 fyrir fræðastörf sín.

Guðrún Larsen ásamt Höllu Tómasdóttur á Bessastöðum
Halla Tómasdóttir ásamt Guðrúnu Larsen á Bessastöðum
Share