Eldgos eru tíð á Íslandi og fjölbreytileiki í hegðun þeirra er óvíða meiri en hér á landi. Um 85% gosa eru basísk, og algengt er að þau séu flæðigos sem mynda hraun. Hrina með slíkum gosum hófst á Reykjanesskaga 2021. Síðan eru gos í jöklum þar sem samspil vatns og kviku veldur mikilli sprengivirkni. Slík virkni er ráðandi í Vatnajökli (Grímsvötn) og þegar gýs í sjó (t.d. Surtsey). Stór sprengigos verða öðru hvoru. Stærstu gosin af þeirri gerð sem orðið hafa síðustu 200 árin eru Öskjugosið 1875, Kötlugosið 1918 og Grímsvatnagosið 2011. Stór hraungos, þar sem upp koma meira en 1 km3 af hrauni, eru t.d. gosið í Holuhrauni 2014-15 (1,5 km3). Það telst þó lítið miðað við stærstu gos Íslandssögunnar, en yngst þeirra er gosið í Lakagígum 1783-84. 

Á þessari vefsíðu er nokkrar myndir af gosum sem orðið hafa síðustu áratugi. Þær ættu að gefa hugmynd um hegðun hvers goss og hversu fjölbreytt virknin er hér á landi. Stutt lýsing á hverju gosi fylgir.

EPOS Íslands
islensk eldfjöll

Myndirnar eru hluti safns sem tekið hefur verið saman í verkefninu EPOS Ísland sem hófst 2021. Verkefnið er hluti af íslenska vegvísinum um uppbyggingu rannsóknarinnviða hér á landi. Hægt er að nálgast fyllri upplýsingar um hverja mynd hér xxxxxxxxxxxxxxxxx, og nánari lýsing á EPOS Ísland verkefninu er að finna hér:  https://www.epos-iceland.is/#/page/home

EPOS Ísland verkefnið er leitt af Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar eru Jarðvísindastofnun Háskólans (hluti Raunvísindastofnunar), Náttúrufræðistofnun (m.a. Landmælingar) og ÍSOR-Íslenskar Orkurannsóknir.

Um meðferð og notkun myndanna: Gögnin sem veittur er aðgangur að lúta skilmálum (Creative Commons Attribution 4.0 International License, https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ ). Heimilt er að hlaða niður gögnum og myndum og nota í öðru samhengi að því tilskildu að uppruna sé getið.

islensk eldfjöll
EPOS Íslands
Share