Ein af áherslum Grænu skrefanna er Flokkun og minni sóun. Ein af aðgerðum í skrefi 3 er að gera greiningu á úrgangsmyndun og sett markmið til að draga úr myndun úrgangs. Ekki er hægt að aðskilja starfsemi Jarðvísindastofnunar frá Öskju í heild, en ef skoðaðar eru endurvinnslutölur fyrir Öskju frá 2018-2022 sést að endurvinnsluhlutfallið hækkaði frá 52% árið 2018 í um 71% árið 2021. Hins vegar féll endurvinnsluhlutfallið niður í 60% fyrir árið 2022. Að hluta til má ætla að það hafi verið vegna tilkomu nýs sorphirðuaðila, en þónokkrir byrjunarörðuleikar voru á því samstarfi.

Þær aðgerðir sem Jarðvísindastofnun hefur lagst í til að draga úr myndun úrgangs er að:

  1. Fjarlægja allar einstaklingsruslatunnur
  2. Fjölga lífrænum tunnum í eldhúskróka á öllum hæðum
  3. Hvetja bæði starfsmenn innan Jarðvísindastofnunar og aðra í húsinu að minnka allt einnota
  4. Sækjast eftir glergámi til að safna saman öllu gleri í húsinu

Stefnir Jarðvísindastofnun á að ná aftur 70% endurvinnsluhlutfalli í Öskju fyrir árið 2023!

Image
Flokkun úrgangs í Öskju 2018-2022 - stöplarit

Rafmagn og húshitun er eitt af þemunum sem unnið er með í Grænu skrefunum.

Heitavatnsnotkun hefur minnkað um 43% en kaldavatnsnotkun í Öskju hefur haldist nokkuð stöðug milli 2018-2022.

Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 8% í Öskju í heild frá 2022 miðað við 2018.

Dæmi um aðgerðir sem Jarðvísindastofnun hefur farið í er að:

  1. Stilla ljósritunarvélar og prentara svo þau fari í standby þegar eru ekki í notkun
  2. Setja áminningarmiða að slökkva á ljósum í rýmum sem eru ekki í notkun og í lok dags
  3. Setja áminningarmiða um að slökkva ljós og raftæki  við rofa og útgönguleiðir í lok dags
  4. Leggja áherslu að við endurnýjun sé valið LED ljósaperur
  5. Setja áminningarmiða um að loka gluggum í lok dags
  6. Leggja áherslu á miðlæga prentara
Image
Rafmagnsnotkun í Öskju - stöplarit
Image
Vatnsnotknun í Öskju - stöplarit