Titill
Jarðvísindastofnun lýkur skrefi 3 í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri

Texti

Jarðvísindastofnun hefur nú lokið skrefi 3 og vinnur að skrefi 4 í innleiðingu á Grænum skrefum í ríkisrekstri. 

Græn skref eru leið fyrir opinberar stofnanir til að vinna markvisst að umhverfismálum með skýrum aðgerðum og fá viðurkenningu eftir hvert skref.

Samkvæmt loftslagsstefnu Stjórnarráðs Íslands ber öllum ríkisstofnunum að innleiða Grænu skrefin í sína starfsemi en þau eru 5 talsins.

Hægt er að fræðast frekar um innleiðingu Grænna skrefa hjá Háskóla Íslands á heimasíðu HÍ hér og almennt um Græn skref í ríkisrekstri á vefnum Græn skref.

Mynd
Image