Umsjónarmaður rannsóknarstofa í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskólans

Jarðvísindastofnun Háskólans leitar að skipulögðum og vandvirkum umsjónarmanni/tæknimanni rannsóknarstofa í jarðefnafræði. Viðkomandi mun vinna með akademískum starfsmönnum og nemendum í jarðefnafræði við spennandi grunnrannsóknir í fjölbreyttu umhverfi. Hjá Jarðvísindastofnun starfar gott teymi tæknifólks á öllum sviðum jarðvísinda. Verkefnin eru fjölbreytt og lögð er áhersla á vandvirkni, öryggi og framúrskarandi þjónustu í rannsóknum í góðu og öruggu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með rannsóknarstofum í jarðefnafræði.
 • Efnasýnataka.
 • Efnagreiningar á vatni, gasi og bergi.
 • Uppsetning og þróun efnagreiningaraðferða.
 • Þjálfun og aðstoð við starfsmenn og framhaldsnema við efnagreiningar.
 • Öryggismál.

Hæfniskröfur

 • Meistarapróf í jarðefnafræði, efnafræði eða sambærilegum greinum.
 • Reynsla af vinnu á rannsóknarstofu.
 • Reynsla af sýnatöku, efnagreiningum og framsetningu gagna er kostur.
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um er að ræða 100% ótímabundið starf við Jarðvísindastofnun Háskólans. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ferilskrá og kynningarbréf.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans og við hvetjum við öll kyn til að sækja um.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023

Nánari upplýsingar veitir

Anna Jóna Baldursdóttir, Rekstrarstjóri - annajona@hi.is
Andri Stefánsson, Prófessor - as@hi.is

Smelltu hér til að sækja um starfið