Lýsing á bergsýnum sem safnað var á fyrstu tveimur dögum eldgossins í Geldingadölum

Texti

Geldingadalahraunið er dílótt og inniheldur eftirfarandi steindir (raðað eftir magni): plagíóklas > ólivín > klínópýroxen > spínill (mynd 1). Hraunið hefur samsetningu ólivínþóleiíts með Mg#=60.1. Efnasamsetning bergsins nálgast samsetningu frumstæðustu kviku sem gosið hefur á skaganum á Nútíma.

Frumniðurstöður útreikninga með bergfræðilegum hitamælum benda til að hitastig kvikunnar sé 1180-1190 °C þegar hún kemur upp á yfirborð. Smádílar plagíóklass, ágíts og ólivíns kristallast í jafnvægi við bráð í grunnstæða kvikuganginum, sem er í samræmi við jarðeðlisfræðilegar athuganir. Hins vegar er kvikan sjálf upprunnin af mun meira dýpi (líklega frá mörkum skorpu og möttuls), sem bendir til að gangurinn dragi kviku frá mun dýpri kvikugeymi.

Ýtarlegri skýrslu með aðalefnasamsetningu bergs og steinda má finna hér

Snefilefna- og samsætugreiningar eru væntanlegar innan skamms!

Mynd
Image
Endurkastsrafeindamynd af sýni. Snöggkæld basaltkvika með smákristöllum plagíóklass, klínópýroxens og ólivíns í basaltglermassa.