- Syðri sigketillinn af tveimur sem voru sýnilegir fyrsta gosdaginn, 1. október 1996. Grímsvötn og Öræfajökull í baksýn.
- Sigkatlar að myndast yfir gosinu undir jöklinum fyrsta gosdaginn. Horft til norð-norðausturs.
- Syðri ketilinn fyrsta gosdaginn. Í miðju er innri sigketill með lóðréttum ísveggjum.
- Gosmökkur upp úr nyrðri sigkatlinum frá öðrum gosdegi. Myndin er tekin um kl. 8 að morgni 2. október.
- Gosið séð úr NV? þann 3. október. Mynd tekin yfir Bárðarbungu. Öræfajökull í baksýn vinstra megin og glittir í Grímsfjall fyrir miðju. Þunnt gjóskulag þekur hluta jökulsins.
- Gígurinn í jöklinum 3. október.
- Gosmökkur rís upp úr skýjahulu 9. október.
- Gígurinn í ísnum 12. október. Gjá hefur myndast í jökulinn þar sem bræðsluvatn rennur til suðurs.
- Gígurinn í ísnum tveimur dögum eftir goslok, 15. október. Sjá má hvíta ísveggi innan í gígnum sem sýnir að gígurinn byggðist upp ofan á ís.
- Hlaupið úr Grímsvötnum í Gígjukvísl um kl. 12:45 5. nóvember 1996. Stórir ísjakar brjóta niður brúna. Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir leifunum af brúnni.
- Hlaupið úr Grímsvötnum í Skeiðará um kl. 12:30 5. nóvember 1996.
- Hlaupvatn rennur fram í sjó við ósa Skeiðarár um kl. 12:20 5. nóvember 1996.
Um meðferð og notkun myndanna: Gögnin sem veittur er aðgangur að lúta skilmálum (Creative Commons Attribution 4.0 International License, https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ ). Heimilt er að hlaða niður gögnum og myndum og nota í öðru samhengi að því tilskildu að uppruna sé getið.
Hægt er að skoða myndasafnið nánar á EPOS gagnagáttinni. Leita þar af „Volcanic eruption images from Iceland“ í leitar flipa til vinstri.