- Gosmökkurinn 2. nóvember 2004. Horft úr suðvestri.
- Gosið að lognast út af þann 5. nóvember 2004. Horft úr norðvestri. Lítill gígur í miðju, en hann varð til þegar mjög dró úr gosinu.
- Grímsvötn, horft úr austri 7. nóvember, eftir lok gossins og hlaupsins. Ísgjá hefur myndast meðfram Grímsfjalli og þegar vel er að gáð má sjá foss falla fram af kletti vestast í gjánni.
- Litli gígurinn sem var virkur í katlinum seinni hluta gossins. Myndin tekin 4. júní 2005, sjö mánuðum eftir gos.
Um meðferð og notkun myndanna: Gögnin sem veittur er aðgangur að lúta skilmálum (Creative Commons Attribution 4.0 International License, https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ ). Heimilt er að hlaða niður gögnum og myndum og nota í öðru samhengi að því tilskildu að uppruna sé getið.
Hægt er að skoða myndasafnið nánar á EPOS gagnagáttinni. Leita þar af „Volcanic eruption images from Iceland“ í leitar flipa til vinstri.