Um meðferð og notkun myndanna: Gögnin sem veittur er aðgangur að lúta skilmálum (Creative Commons Attribution 4.0 International License, https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ ). Heimilt er að hlaða niður gögnum og myndum og nota í öðru samhengi að því tilskildu að uppruna sé getið.
- Gossmökkurinn í Grímsvatnagosinu 2011 fyrsta kvöldið.
- Gosmökkurinn í Grímsvatnagosinu. Efri hlutinn myndaði mikinn kúf en neðar er lágur mökkur sem leggur til suðurs. Næst er Tungnaárjökull, að hluta undir lága mekkinum.
- Gosmökkurinn, um 20 km hár og kúfurinn sem myndaði efri hlutann yfir 50 km í þvermál. Horft úr suðvestri. Til vinstri er Hamarinn og fyrir miðju Kerlingar norðan Tungnaárjökuls.
- Grímsvötn úr norðri 22. maí 2011. Myndin er tekin undir gosmekkinum, um 15 km norðan við Grímsvötn.
- Gosið þann 24. maí, þegar verulega hafði dregið úr því. Horft úr norðri.
- Gígarnir í katlinum sem myndaðist. Stóri gígurinn fyrir miðju orðinn óvirkur en enn gýs úr litla gígnum til hægri.
- Þykk gjóska hylur brún Grímsfjalls um 2 km suðaustan gígsins þann 26. maí. Sumstaðar gufar upp úr sprungunum – merki um heitt gjóskuflóð sem féll yfir þetta svæði nokkru fyrr í gosinu.
- Ketillinn og gígarnir þann 30. maí, tveimur dögum eftir goslok. Horft af brún Grímsfjalls úr austri. Tuga metra þykk gjóska þekur jökulinn um miðbikið en þynnri við endann vestan megin.
Hægt er að skoða myndasafnið nánar á EPOS gagnagáttinni. Leita þar af „Volcanic eruption images from Iceland“ í leitar flipa til vinstri.