Holuhraun 2014
  1. Gígaröðin sem myndaðist í smágosinu sem varð aðfararnótt 29. ágúst 2024 í Holuhrauni milli Dyngjufjalla og Dyngjujökuls, tveimur dögum áður en megingosið hófst. Horft úr suðri.
  2. Holuhraun á fjórða degi gossins. Horft úr vestri. Gígaröðin er um 2 km á lengd. Í baksýn sést til Jökulsár á Fjöllum.
  3. Bárðarbunga að morgni 5. september, sjötta degi Holuhraunsgossins. Gosmökkurinn frá Holuhrauni um 40 km norðaustan Bárðarbungu í baksýn. Gasský (bláleitt) upp við Kverkfjöll (til hægri á myndinni). Þegar hér var komið sögu hafði Bárðarbunga þegar sigið um 14 metra.
  4. Sprungur í jaðri Dyngjujökuls marka jaðra sigdalsins sem varð til við gangainnskotið milli Bárðarbungu og Holuhrauns. Sprungurnar sjást sem hvítar línur sem liggja skáhalt upp til vinstri á myndinni.  Vídd sigdalsins var tæplega 1 km en sigið nam nokkrum metrum.
Holuhraun 2014
  1. Gosmökkurinn og gasskýið í Holuhraunsgosinu – myndin er tekin úr um 4 km hæð 5. september 2014, horft til suðvesturs, Bárðarbunga er bak við gosmökkinn.  Glittir í Jökulsá á Fjöllum neðst til vinstri.
  2. Holuhraun 4. desember 2014.  Horft yfir gosstöðvarnar úr norðvestri.  Hrauná nær um 2 kílómetra til austurs frá gígnum. 
  3. Dyngjujökull 4. nóvember 2014, horft til suðurs. Þrír grunnir sigkatlar (DK-01, 02 og 03) sjást þar sem stutt smágos urðu undir jöklinum seinni hluta ágúst, yfir ganginum sem þá var að myndast.
  4. Austurjaðar Holuhrauns í janúar 2015. Gufa stígur í gegn um hraunið og stafar hún af suðu vatns sem úr lindum sem hraunið rann yfir á þessu svæði.
Holuhraun 2014
  1. Holuhraun í janúar 2015, nærri goslokum, horft úr suðvestri. Hraunið er orðið um 80 ferkílómetrar og stærsta hraun sem myndast hefur síðan í Skaftáreldum á 18. öld. Dyngjufjöll og Herðubreið í baksýn.

Um meðferð og notkun myndanna: Gögnin sem veittur er aðgangur að lúta skilmálum (Creative Commons Attribution 4.0 International License, https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ ). Heimilt er að hlaða niður gögnum og myndum og nota í öðru samhengi að því tilskildu að uppruna sé getið.

Hægt er að skoða myndasafnið nánar á EPOS gagnagáttinni. Leita þar af „Volcanic eruption images from Iceland“ í leitar flipa til vinstri.

EPOS Íslands
Share