Header Paragraph
Ójafnvægi milli steinda og bráðar í sýnum frá Meradölum
Þessi rafeindasmásjármynd af slípuðu sýni frá fyrsta degi eldgossins í Meradölum sýnir plagíóklas- og ólivínkristalla í basaltbráð sem varð að gleri við hraða kólnun. Sumir kristallanna hafa orðið óreglulegir og ávalir sem er merki um að þeir hafi verið að leysast upp í bráðinni. Það er þýðir að efnaójafnvægi hefur ríkt milli kristalla og bráðar. Líkleg skýring er sú að ný innspýting af heitri kviku neðan frá hafi hrifsað kristallana með sér og þeir byrjað að leysast upp.