Header Paragraph

Opnun á nýrri Loftmyndasjá

Image

Landmælingar Íslands, Jarðvísindastofnun HÍ og Fjarkönnunarmiðstöð HÍ bjóða áhugasömum að mæta á opnun á nýrri Loftmyndasjá

Opnunin fer fram fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 16:00 - 18:00 í stofu N-132 í Öskju, Sturlugötu 7.

Loftmyndasjáin er vefsjá búin til af Landmælingum Íslands með sögulegum loftmyndum. Aðgangur að vefsjánni er öllum opinn og án gjaldtöku.

Á viðburðinum verða fyrirlestrar um sögu kortagerðar úr lofti á Íslandi, sýnt verður hvernig hægt er að nota loftmyndasjána við kennslu og tekin dæmi um notkun loftmyndasjárinnar við rannsóknir í jarðvísindum.

 

SKRÁÐU ÞIG HÉR

 

Dagskrá:

16:00 - 16:15   Móttaka

16:15 - 16:25   Kynning
Gunnar Haukur Kristinsson, forstjóri Landmælinga Íslands

16:25 - 16:35   Saga loftmyndatöku á Íslandi
J. Belart & S. Gunnarson, Landmælingar Íslands

16:35 - 16:45   Loftmyndasjá: Aðgengilegt verkfæri sem hjálpar við að skilja umhverfis- og samfélagsbreytingar á Íslandi
Gro B. M. Pedersen, Jarðvísindastofnun HÍ

16:45 - 16:55   Þrívið framsetning á sögulegu landslagi úr loftmyndasafninu
Kieran Baxter, HÍ

17:00 - 18:00   Léttar veitingar og gagnvirkar kynningar

 

Um Loftmyndasjá

Loftmyndasjáin er vefsjá með sögulegum loftmyndum (1937-2000) byggð á loftmyndasafni Landmælinga Íslands. Loftmyndasjáin inniheldur loftmyndir af Íslandi sem safnað er úr flugvél, sem nú er unnið við að skanna og breyta í kort. Notendur geta notað Loftmyndasjána sem ferðatímavél yfir Ísland síðustu u.þ.b. 80 árin.
Í Loftmyndasjánni er einfalt að sjá breytingar á landslagi og þéttbýli auk þess sem Loftmyndasjáin er góð heimild varðandi eldgos og breytingar á jöklum og vistfræði. Loftmyndasjáin nýtist við kennslu, rannsóknir og sögu auk þess að svala almennri forvitni.