Rekstur Helluhrauns

Reglur:

 1. Húsinu við Helluhraun, Reykjahlíð í Mývatnssveit, er ætlað að vera bækistöð tengd feltvinnu, annað hvort á svæðinu umhverfis Mývatn, eða með viðkomu þar, og fyrir kynningarferðir á vegum Jarðvísindastofnunar.
 2. Í húsinu er svefnaðstaða fyrir u.þ.b. tíu manns og eldunaraðstaða.
 3. Um húsið gilda skýrar umgengnisreglur sem gera ráð fyrir að notendur hússins þrífi eftir sig annað en rúmföt. Gerð er afdráttarlaus krafa um að þessum reglum sé fylgt. Reglur þessar liggja frammi í húsinu og verða jafnframt afhentar hverjum notanda með lyklum hverju sinni.
 4. Tæknimanni er falin umsjón með húsinu þannig að hann sér til þess að því sé viðhaldið. Notendur skrái notkun hússins í húsbók sem liggur frammi í húsinu sem og vandamál sem krefjast viðhalds, og tilkynni jafnframt umsjónarmanni um vandamálið.
 5. Allir lyklar að húsinu verða í vörslu skrifstofu JH og umsjónarmanns. Notendur sækja lykla þangað og skila lyklum þangað að notkun lokinni.
 6. Allur aðgangur að húsinu krefst bókunar hjá skrifstofu JH. Við bókun bókist fjöldi svefnplássa en ekki húsið í heild sinni. Skrifstofa JH sér til þess í samráði við forstöðumann að húsið nýtist sem best og að húsið sé ekki yfirbókað. Bókanir verða að tengjast feltvinnu og ákveðnum viðfangsefnum eða kynningarferðum og þeim verður að fylgja röksemdafærsla um þörf.
 7. Bókanir eru gildar með eins til sex mánaða fyrirvara. Styrkþegaverkefni hafa forgang að notkun hússins, en verða að skila inn bókun með minnst tveggja mánaða fyrirvara til þess að njóta þess forgangs.
 8. Bókanir sem gerðar hafa verið liggi frammi á aðgengilegu formi, í framtíðinni á innanhúss vefsíðum stofnunar, þannig að á hverjum tíma sé ljóst hvaða tími er laus.
 9. Verkefnastjórum sem eiga bókað svefnpláss er heimilt að semja sín á milli um ráðstöfun þess enda sé skrifstofu JH tilkynnt um það.
 10. Forstöðumaður áskilur sér rétt til að víkja frá þessum reglum í undantekningatilfellum.
 11. Við notkun hússins verða verkefni gjaldfærð um 2000 kr/nótt fyrir hvert svefnpláss. Notendur hússins fá skerta dagpeninga sem nemur gjaldinu fyrir svefnplássið þá daga sem þeir dveljast í húsinu. Bókað svefnrými sem ekki er nýtt verður gjaldfært á verkefni um 1000 kr/nótt.
 12. Tekjur af verkefnanotkun hússins verða nýttar til þess að standa undir kostnaði við rekstur þess (viðhald, þóknun starfsmanns í Reykjahlíð sem sér um þvott sængurfatnaðar og lýtur eftir húsinu, kostnaður af lánum, rafmagn, hiti, o.s.frv.).
 13. Reglur þessar taka gildi frá og með 1. júní, 2006.

 

Halldór Ólafsson verður umsjónarmaður hússins þetta árið.

Forstöðumaður