Skaftárkatlar - Yfirborð og vatnsstaða

Niðurstöður þeirra hæðarmælinga sem til eru. Línuritið sýnir hæð jökulyfirborðsins í miðju hvors ketils. Samfelld mæliröð er til frá 1998. Lág staða Vestari Skaftárketils í ágúst 2018 er vísbending um að íshellan í ketilmiðjunni hafi þynnst.

Þversnið yfir Skaftárkatla sem sýnir yfirborð þeirra á mismunandi tímum í mismunandi stöðu, fyrir hlaup og eftir hlaup.


Skaftárkatlar eru í Vatnajökli milli Grímsvatna og Hamarsins. Katlarnir eru tveir og er sá eystri stærri. Hlaup koma úr hvorum katli á 2-3 ára fresti. Milli hlaupa safnast vatn undir þá og botn þeirra rís um 70-100 m. Til að skilja betur hlaup úr kötlunum hefur gögnum um dýpi þeirra verið safnað einu sinni til tvisvar á ári í ferðum Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar á Vatnajökul. Einnig hafa í nokkur skipti verið gerðar radarhæðarmælingar úr flugvél.
Skýringamyndin sýnir vatnssöfnun undir jökli og leið hlaupvatns þegar þrýstingur vatnsbólu verður hærri en ísþrýstingur. Mælingar eru gerðar í miðju ketlis.

Skaftárhlaupin koma fram í meginkvísl Skaftár, undan syðsta hluta Tungnaárjökuls norðan Langasjávar.
Vestari Skaftárketill

Eystri Skaftárketill

Umsjón með síðu:
Magnús Tumi Guðmundsson
Þórdís Högnadóttir, disah@hi.is