Titill
Carbon Capture and Storage: From Global Cycles to Global Solutions

Texti

Evrópusamtök jarðefnafræðinga gefur bókina út í bókaröð sem kallast  „Geochemical Perspectives“.

Fyrri hluti bókarinnar fjallar um kolefnishringrásina á Jörðinni og hvernig, meðal annars, náðist að skilgreina loftslagsáhrif veðrunar basalts og gagnvirk áhrif loftslagbreytinga og veðrunar vegna gróðurhúsaáhrifa, í samstarfi við Eydísi Eiríksdóttur, Veðurstofuna, Landsvirkjun, Umhverfisráðuneytið og fleiri.

Seinni hlutinn fjallar um kolefnisföngun og bindingu, CarbFix verkefnið, sem unninn var í samstarfi við doktorsnema, nýdoktora, Orkuveituna, CNRS í Frakklandi, Columbia háskólann í NY o.fl., og loks framtíðarhorfur steinrenningar koltvíoxíðs.

Enn fremur eru sögukaflar um upphaf og lok CarbFix verkefnisins, en saga CarbFix verkefnisins er rakin með lýsingum á einstökum doktorsverkefnum í tímaröð.

Vefútgáfa bókarinnar er ókeypis og aðgengileg hér - https://www.geochemicalperspectives.org/online/v12n2/

Oelkers E.H and Gislason S.R. (2023). Carbon Capture and Storage: From Global Cycles to Global Solutions. Geochemical Perspectives 12, 179-349, doi: 10.7185/geochempersp.12.2

Mynd
Image
Image