Skaftárkatlar - Yfirborð og vatnsstaða

Image
Skaftárkatlar - graf

Niðurstöður þeirra hæðarmælinga sem til eru.  Línuritið sýnir hæð jökulyfirborðsins í miðju hvors ketils. Samfelld mæliröð er til frá 1998. Lág staða Vestari Skaftárketils í ágúst 2018 er vísbending um að íshellan í ketilmiðjunni hafi þynnst.

Image

Þversnið yfir Skaftárkatla sem sýnir yfirborð þeirra á mismunandi tímum í mismunandi stöðu, fyrir hlaup og eftir hlaup.

Image
Image

Skaftárkatlar eru í Vatnajökli milli Grímsvatna og Hamarsins.  Katlarnir eru tveir og er sá eystri stærri. Hlaup koma úr hvorum katli á 2-3 ára fresti. Milli hlaupa safnast vatn undir þá og botn þeirra rís um 70-100 m. Til að skilja betur hlaup úr kötlunum hefur gögnum um dýpi þeirra verið safnað einu sinni til tvisvar á ári í ferðum Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar á Vatnajökul. Einnig hafa í nokkur skipti verið gerðar radarhæðarmælingar úr flugvél.

Skýringamyndin sýnir vatnssöfnun undir jökli og leið hlaupvatns þegar þrýstingur vatnsbólu verður hærri en ísþrýstingur. Mælingar eru gerðar í miðju ketlis.

Image

Skaftárhlaupin koma fram í meginkvísl Skaftár, undan syðsta hluta Tungnaárjökuls norðan Langasjávar.

Vestari Skaftárketill

Image
Vestari Skaftárketill

Eystri Skaftárketill

Image

Umsjón með síðu:
Magnús Tumi Guðmundsson 
Þórdís Högnadóttir, disah@hi.is